Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 08. júlí 2020 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimmtán ára kom inn á hjá FH - Var á landsliðsæfingu í dag
Logi Hrafn (til hægri) á landsliðsæfingunni í dag.
Logi Hrafn (til hægri) á landsliðsæfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson, sem verður 16 ára gamall síðar í þessum mánuði, kom inn á sem varamaður þegar FH gerði 3-3 jafntefli við Breiðablik í hörkuleik í Pepsi Max-deildinni.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði frá því í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leik að Logi átti upprunalega ekki að vera í hópnum. Hann var á landsliðsæfingu hjá U17 landsliðinu í Safamýri í dag, en æfingin stóð yfir í einn klukkutíma og 40 mínútur.

„Hann er búinn að spila mikið á undirbúningstímabilinu og standa sig feykilega vel, pollrólegur. Hann leysti þetta verkefni mjög vel," sagði Ólafur.

„Við vorum í leik í Víkinni um daginn þar sem við þurftum að setja miðvörð inn á. Þar fannst mér leikurinn vera þess eðlis að við vorum í brekku og mér fannst ekki rétt að setja hann inn á þá í svona langan tíma."

Pétur Viðarsson átti að vera í hópnum, en hann varð fyrir höfuðhöggi í síðasta leik og engar áhættur teknar með hann. „Við vorum með Guðmann sem er að koma til baka eftir höfuðmeiðsli og hann gat bara spilað hálfleik. Pétur er bara of stutt kominn og við létum skynsemina ráða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner