Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. júlí 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Declan Rice: Bróðir minn er að gráta úr sér augun
Declan Rice er miðjumaður West Ham.
Declan Rice er miðjumaður West Ham.
Mynd: EPA
England vann Danmörku á umdeildri vítaspyrnu í framlengingu þegar liðin áttust við í undanúrslitum EM alls staðar. England mun leika gegn Ítalíu í úrslitaleik á sunnudag.

Þetta var sérstaklega eftirminnilegt kvöld fyrir fjölskyldu Declan Rice, miðjumanns Englands, eins og leikmaðurinn greindi frá í viðtölum við fjölmiðla.

Hann sagði þar frá því að bróðir hans og unnusta hans hefðu eignast barn örskömmu eftir að Harry Kane skoraði sigurmarkið gegn Dönum.

„Bróðir minn var að eignast barn, strax eftir að við skoruðum annað markið okkar. Hann er að gráta úr sér augun, hann eignaðist litla stelpu. Þetta er sérstakt kvöld að öllu leyti," sagði Rice, stoltur frændi.

„Það var magnað að sjá viðbrögð fólks í stúkunni. Ég er ekki bara leikmaður heldur líka stuðningsmaður. Ég hefði viljað fagna með fólkinu en við höfum ekki unnið neitt enn. Ítalía er topplið en við erum tilbúnir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner