Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 08. júlí 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hágrét af gleði eftir að hafa fengið treyju Mason Mount
Ung stelpa grét af gleði þegar Mason Mount lét hana fá treyjuna sína eftir sigur Englands gegn Danmörku á EM alls staðar í gær.

Þessi hæfileikaríki miðjumaður fór að stúkunni og benti á stelpuna, sem var ásamt föður sínum, áður en hann lét hana fá treyjuna.

Gleðin var ósvikin hjá stelpunni eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Hún var meðal 60 þúsund áhorfenda á leiknum og verður vonandi á úrslitaleiknum á sunnudag, þegar England og Ítalía eigast við.


Athugasemdir
banner