Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. júlí 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Neville spáir því að Saka verði á bekknum í úrslitaleiknum
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville hefur kastað fram þeim athyglisverða spádómi að Bukayo Saka byrju á bekknum í úrslitaleik EM alls staðar, leik Englands gegn Ítalíu á sunnudagskvöld.

Saka, sem er 19 ára leikmaður Arsenal, hefur spilað þrjá leiki á mótinu til þessa og var í byrjunarliðinu í sigrinum gegn Danmörku í gær.

Margir telja að Saka haldi sæti sínu eftir góða frammistöðu en Neville spáir öðru.

Hann telur að leikurinn gæti verið aðeins of stór fyrir táninginn og spáir því að Marcus Rashford eða Jadon Sancho komi inn í staðinn fyrir hann.

„Ég var sammála því að spila Saka í gær því hann hefur verið hvað líflegastur af vængmönnunum ásamt Raheem Sterling. Ég held að það gæti hinsvegar verið of mikið fyrir hann að byrja á sunnudaginn," segir Neville.

„Þegar ég hugsa út í að Giorgio Chiellini og Leonardo Bonucci eru til varnar þá tel ég að þetta sé leikur fyrir Rashford eða Sancho að vera á vængnum."

„Ég var 21 árs gamall á EM 1996 og ég var alveg uppgefinn í lok mótsins," segir Neville.

Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal, hrósaði Saka í hástert fyrir frammistöðuna í gær.

„Við erum að tala um leikmann sem kom í akademíu Arsenal sjö ára. Hann hefur spilað fyrir hönd Englands síðan hann var 16 ára og leikið á öllum stigum. Allir hjá Arsenal vita hvað hann getur," segir Wright.
Athugasemdir
banner
banner