„Mér líður bara mjög vel,'' segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðablik, eftir 2-0 sigur gegn Keflavík í 12. umferð Bestu deild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Keflavík
„Við vissum alveg þetta gæti verið erfitt og smá kúnst að opna og ná inn marki. Svona leikir breytast alltaf þegar þú nærð inn marki snemma, okkar tókst það ekki. Við þurftum að beita klókindum og kennsku til þess að ná að opna þær. Við gerðum tvö góð mörk og fagmannlega sigldum leiknum í höfn.''
„Heildar frammistaðan var fín. Okkur vantaði herslumuninn upp á í fyrri hálfleik til að skora, en við stjórnuðum þessum leik og spiluðum flott.''
„Við viljum alltaf vinna hvern einasta leik. Það er alltaf á hnútum því við viljum vinna alltaf öll verkefni sem við förum í.''
Ási var spurður í hvernig steminingin í klefanum væri eftir sigurinn.
„Hvað heldur þú? Stemningin er góð, það hefur gengið vel undanfarið og það er góð samheldni og góður andi í hópnum.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.