Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eggert Aron: Gat loksins sýnt hversu góður ég er
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Elfsborg
Eggert Aron Guðmundsson er kominn á blað hjá Elfsborg, hann gerði sér lítið fyrir og skoraði strax eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Brommapojkarna á laugardag. Vorið hefur verið erfitt hjá Eggerti sem keyptur var frá Stjörnunni í janúar, því hann hefur mikið glímt við meiðsli og hafði fyrir leikinn á laugardag einungis spilað ellefu mínútur.

„Það var yndislegt að ná loksins að sýna hversu góður ég er," sagði Eggert í viðtali eftir leikinn. Markið skoraði hann eftir flottan sprett.

Nýr þjálfari er tekinn við Elfsborg eftir að Jimmy Thelin tók við Aberdeen. Oscar Hiljemark setti Eggert inn á undir lokin gegn BP, þakkaði traustið og kom Elfsborg í 3-0.

„Það var frábært að skora. Það er mjög gott að hafa svona bein áhrif á leikinn. Það var yndislegt að sýna loksins hversu góður ég er."

„Það var fínt að sýna sig strax fyrir framan nýajn þjálfara. Auðvitað koma nýjar áskoranir með nýjum þjálfara. Vonandi líkaði honum það sem ég gerði. Ég er tilbúinn fyrir komandi leiki."


Hann var spurður hvernig það hefði verið að vera á hliðarlínu framan af tímabili.

„Það hefur verið erfitt. Ég kom frá liði þar sem ég spilaði alla leiki og var mjög mikilvægur leikmaður. Svo kom ég meiddur hingað, þá er þetta auðvitað erfitt. Ég er kominn í nýtt land og hef verið að læra á hverjum degi. Vonandi er minn tími kominn núna."

Meiðslin eru ekki eina ástæðan fyrir takmörkuðum spiltíma Eggerts því Thelin hreinlega spilaði öðrum leikmönnum eftir að Eggert sneri til baka eftir meiðsli á fæti.

„Það tekur tíma að snúa til baka þannig ég skil að hann hafi ekki spilað mér mikið. En það var svekkjandi því ég held að ég hafi átt meira skilið. En þetta var hans ákvörðun og ég bara vann hörðum höndum."

Elfsborg er að spila leikkerfið 3-4-3 og er Eggert hrifinn af kerfinu.

„Núna erum við með tvær 'tíur' og erum líka traustari varnarlega. Ég held að það verði meira jafnvægi núna í leik liðsins," sagði Eggert í viðtali sem birt var á Fotbollskanalen.
Athugasemdir
banner
banner
banner