Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mán 08. júlí 2024 12:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ögmundur klár í slaginn um leið og glugginn opnar - „Sjáum hvernig það þróast“
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Getty Images
Ögmundur á nítján landsleiki.
Ögmundur á nítján landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum búnir að ræða saman í smá tíma en aðdragandinn var ekkert mjög langur samt," sagði Ögmundur Kristinsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Ögmundur var á línunni frá Aþenu þar sem hann var að pakka niður fyrir heimkomu en Valur tilkynnti um félagaskipti hans á föstudag og fær hann leikheimild með Hlíðarendaliðinu þann 17. júlí.

Ögmundur lék átta leiki á síðasta tímabili fyrir AE Kifisias í Grikklandi en hann hefur spilað í landinu síðan 2018. Fyrst með Larissa og svo stórliðinu Olympiacos

„Þetta er ekkert heimþrá en það var sameiginleg ákvörðun hjá mér og fjölskyldunni að það væri kominn tími til að fara heim. Ég var alveg með möguleika á að vera áfram erlendis en þetta var spurning um hvort maður vildi flytja sig um set í enn eitt skiptið, rífa upp fjölskylduna til að vera einhvers staðar í eitt eða tvö ár í viðbót. Persónulega fannst mér og fjölskyldunni það ekki þess virði."

Ögmundur segir árin í Grikklandi hafa verið upp og niður. Mikill munur sé á þeim félögum sem hann hefur verið hjá.

„Þetta er frábært land til að búa í. Lífsgæðin eru mikil og svo getur fótboltinn verið frábær og allt upp á tíu en daginn eftir getur allt verið í bulli. Þú þarft að vera heppinn með forseta hjá félaginu og gengi liðsins skiptir auðvitað miklu máli. Ég fór frá botninum upp í toppinn hjá félögum sem ég var hjá. Það er gígantískur munur á gæðum og aðstöðu liða," segir Ögmundur en hjá Olympiacos var allt til fyrirmyndar.

„Þú þarft bara að biðja um eitthvað og þá er því reddað. Allt er til alls á æfingasvæðinu og í leikjum. Það er ekki alveg það sama upp á tengingnum hjá hinum félögunum."

Ögmundur, sem er 35 ára, segist klár í að spila um leið og hann fær keppnisleyfi en fyrsti deildarleikurinn eftir að glugginn opnar er gegn hans fyrrum félagi Fram.

„Eins og staðan er á mér í dag sé ég ekkert því til fyrirstöðu (að byrja strax að spila). En svo er þetta bara samtal við þjálfarateymið hjá Val, hvernig þeir vilja hátta hlutunum. Við sjáum hvernig það þróast," segir Ögmundur en Frederik Schram, sem er aðalmarkvörður Vals, mun yfirgefa félagið eftir tímabilið þegar samningur hans rennur út.

Valur æfir snemma dags og í leikmannahópi liðsins finnur Ögmundur leikmenn sem hann þekkir vel frá landsliðsárunum en hann spilaði nítján A-landsleiki á árunum 2014-2021.

„Auðvitað hjálpar það alveg í ákvörðuninni. Það er ástæða fyrir því að Valur er að ná í þessa leikmenn. Það hjálpar auðvitað þegar vinir manns hringja í mann og hvetja mann til að koma til þeirra. Það gerir það auðvitað skemmtilegra. Svo gerir Valur þetta mjög fagmannlega og þægileg breyting fyrir mann þega maður er vanur því að æfa á morgnana. Það spilar líka inn í," segir Ögmundur.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í útvarpsþættinum en þar ræðir Ögmundur nánar um verkefnið hjá Val og talar einnig um sitt uppeldisfélag Fram.
Útvarpsþátturinn - Kjartan Henry, EM og íslenski
Athugasemdir
banner