Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. ágúst 2020 16:27
Brynjar Ingi Erluson
Brighton hafnar tveimur tilboðum frá Leeds í White
Ben White í leik með Leeds gegn Arsenal
Ben White í leik með Leeds gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur hafnað tveimur tilboðum Leeds í enska varnarmanninn Ben White. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Leeds kom sér upp í úrvalsdeildina með því að vinna ensku B-deildina á síðasta tímabili en White var lykilmaður í vörn Leeds og hefur frammistaða hans vakið mikla athygli. Hann var á láni hjá Leeds frá Brighton.

Önnur lið í ensku úrvalsdeildinni eru að horfa til hans og hefur Leeds lagt fram tvö tilboð. Félagið lagði fyrst fram tilboð upp á 18,5 milljónir punda og það seinna upp á 22 milljónir punda en báðum tilboðum var hafnað.

Liverpool hefur einnig áhuga á White en Liverpool seldi Dejan Lovren til rússneska félagsins Zenit á dögunum og því liðið í leit að miðverði til að leysa hann af.

White spilaði 49 leiki með Leeds á síðustu leiktíð og skoraði 1 mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner