Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. ágúst 2020 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikið við England eftir mánuð - „Trúi að það verði fundin lausn"
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er bjartsýnn á það að leikurinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni muni fara fram.

Leikurinn á að fara fram 5. september næstkomandi.

Það má ekki spila fótbolta á Íslandi í dag þar sem tveggja metra reglan er í gildi, en Freyr er bjartsýnn á að leikið verði á Laugardalsvelli snemma í september.

„Ég sé ekki fram á neitt annað en að við spilum í Belgíu 8. september og vonandi á Laugardalsvelli þann fimmta á móti Englendingum," sagði Freyr í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Miðað við það að við erum í alþjóðlegu umhverfi og alls staðar annars staðar er spilaður fótbolti, þá trúi ég því að það verði fundin lausn svo það sé hægt að spila þennan landsleik 5. september."

„Ég held að leikurinn fari alltaf fram, ég trúi ekki öðru. Allur okkar undirbúningur miðast af því, en sá undirbúningur er flóknast apparat sem ég hef tekist á við. Þetta verða langt frá því að vera eðlilegir landsleikir, þetta verður mikil búbbla."

Hvort það verði áhorfendur á leikjunum er svo annað mál sem á eftir að koma í ljós.
Útvarpsþátturinn - Óvissan hjá íslenskum félögum og landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner