Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 08. ágúst 2020 15:42
Brynjar Ingi Erluson
Öruggara að taka Willian en Coutinho
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, segir það öruggara fyrir Arsenal að taka Willian heldur en Philippe Coutinho.

Arsenal er að ganga frá samningum við Willian en hann kemur á frjálsri sölu frá Chelsea.

Talið er að gengið verði frá samnginum á næstu dögum en Arsenal er einnig á eftir Philippe Coutinho.

Coutinho er mættur aftur til Barcelona eftir að hafa verið á láni hjá Bayern München en Börsungar vilja losa sig við brasilíska leikmanninn.

Hann hefur verið orðaður við stærstu liðin í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal er sagt líklegast til að fá hann. Keown er þó ekki viss með þau félagaskipti.

„Það er búið að orða Coutinho við næstum því öll liðin í deildinni og ef ég á að vera hreinskilinn þá er hann bara ekki í góðum gír," sagði Keown.

„Það er öruggara að taka Willian. Hann býr í ondon og þekkir ensku úrvalsdeildina mjög vel og spilar alltaf vel. Þetta er mikið tap fyrir Chelsea," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner