Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 08. ágúst 2022 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Mark skoraði í stórsigri - Fyrsta stoðsending Stefáns á tímabilinu
Bjarni Mark gerði þriðja mark sitt í norsku B-deildinni á tímabilinu
Bjarni Mark gerði þriðja mark sitt í norsku B-deildinni á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur lagði upp í sigri Silkeborg
Stefán Teitur lagði upp í sigri Silkeborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lagði upp annað mark Silkeborg í 3-1 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stefán var í byrjunarliði Silkeborg gegn Álaborg í dag og lagði upp annað markið á 60. mínútu. Hann fór af velli átján mínútum síðar en Silkeborg vann leikinn, 3-1.

Silkeborg er í öðru sæti dönsku deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki.

Bjarni Mark Antonsson skoraði þriðja mark sitt fyrir norska B-deildarliðið Start er það kjöldró Bryne, 6-0, í kvöld. Bjarni gerði mark sitt seint í uppbótartíma síðari hálfleiks en liðið er í 7. sæti með 29 stig.

Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan tímann á varamannabekk Häcken sem vann 5-0 stórsigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Häcken er í efsta sæti deildarinnar með 35 stig.

Oskar Sverrisson var í byrjunarliði Varberg sem tapaði fyrir Gautaborg, 4-0. Hann fór af velli á 72. mínútu en Adam Ingi Benediktsson var á bekknum hjá Gautaborg. Varberg er í 12. sæti með 18 stig en Gautaborg í 5. sæti með 30 stig.

Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði þá í 1-1 jafntefli unglinga- og varaliðs Ajax gegn Telstar. Kristian var skipt af velli á 82. mínútu en þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu.

Lærisveinar Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte unnu 1-0 sigur á Örebro í sænsku B-deildinni. Þetta var þriðji sigur liðsins undir stjórn Brynjars en liðið situr í 15. sæti með 17 stig.

Valgeir Valgeirsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Örebro en hann kom til félagsins frá HK á dögunum. Axel Óskar Andrésson kom inná fyrir Valgeir á 85. mínútu. Örebro er í 9. sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner