Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 08. ágúst 2022 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Jón Þór: Hefði mátt vísa honum útaf
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt
Eyþór Aron var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason gerði annað mark ÍA
Arnór Smárason gerði annað mark ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Val í 16. umferð Bestu deildarinnar á Akranesi í dag en hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Valur

Skagamenn lendu undir snemma í síðari hálfleik í gegnum Aron Jóhannsson áður en Hlynur Sævar Jónsson fékk vítaspyrnu eftir að Arnór Smárason átti óviljaspark í höfuð hans. Frederik Schram varði vítaspyrnu Kaj Leo í Bartalstovu og svo stuttu síðar kom Arnór Völsurum í 2-0.

ÍA vann sig betur inn í leikinn, náði inn marki og pressaði á Valsmenn en náðu ekki jöfnunarmarkinu inn.

„Við erum hundfúlir og gríðarlega svekktir með þessa niðurstöðu," sagði Jón Þór við Fótbolta.net.

„Já, svo fáum við mark á okkur snemma í seinni hálfleiknum og komum til baka en fáum auðvitað eins gott færi og þau gerast til að jafna leikinn en það fer forgörðum. Þeir nýta sér það og komast í 2-0 sem er kannski tvöfalt áfall.

„Mér fannst við þó svara því vel og það er auðvitað karakter og reynum að krafsa okkur inn í leikinn og tökum hann yfir í restina. Hrós á strákana fyrir að gefast aldrei upp og héldu áfram. Þeir settu gríðarlega mikinn kraft í þennan leik en kannski á köflum vantaði smá yfirvegun í sóknarleikinn og síðustu sendingirnar inná síðasta þriðjungnum og ógna svolítið þegar við fengum tækifæri til þess, vorum ekki að taka þá sénsa og töluðum um í hálfleiknum að gera það betur. Ég var svolítið vonsvikinn með það en verðum að hrósa strákunum fyrir það að koma til baka eftir þessi áföll í seinni hálfleik en það dugði ekki til."

„Við erum að, finnst okkur, að taka rétt skref og á meðan við gerum það og höldum áfram að vinna í rétta átt þá erum við að bæta liðið og bæta frammistöðuna leik fyrir leik en það er ýmislegt sem við þurfum að laga ennþá,"
sagði Jón Þór.

Nokkur atvik sem féllu ekki með Skagamönnum

Jón Þór var ekki sáttur við hvernig nokkur atvik voru ekki að falla með þeim en Skagamenn vildu fá Hólmar Örn Eyjólfsson af velli er hann sló til Eyþórs Arons Wöhler. Þá er einnig rætt þegar Jesper Juelsgård reif niður Eyþór í teignum í fyrri hálfleiknum.

„Það er staðan sem við erum í. Við getum illa ráðið við það hvaða ákvarðanir menn eru að taka hérna. Mér fannst vera gríðarlega stór atvik sem falla með Völsurum hér í dag. Mér fannst vera víti snemma leiks þegar Hólmar rífur Eyþór niður í teignum og mjög augljóst brot þar sem við stóðum og við erum í nákvæmlega sama sjónarhorni og aðstoðardómari og fjórði dómari og fannst mér ótrúlegt að enginn hafi séð það atvik. Við erum að komast í fyrirgjafastöðu og hann er rifinn niður eftir gott hlaup inn í teig."

„Við sjáum líka gríðarlega vel þegar Hólmar slær Eyþór og það dynur í brjóstkassann á honum. Þeir vilja meina það af því hann lamdi hann í andlitið þá geti það ekki verið rautt spjald. Það eru svörin sem ég fékk frá dómurunum, ég veit það ekki, en ég hef sagt það áður að maður er ekki nógu góður í reglunum. Svo sá ég ekki nógu vel vítið sem við fáum þá eru menn eitthvað að tala um rautt spjald en ég get ekki dæmt það því ég sá það ekki. Þetta eru atvik sem breyta leikjum og þau féllu ekki með okkur í dag."


Það var eitthvað rætt um að Arnór hefði getað fengið rautt spjald fyrir að sparka í höfðu Hlyns Sævars þegar Skagamenn fengu vítaspyrnu. Frederik varði vítaspyrnuna frá Kaj Leo og svo skoraði Arnór í næstu sókn. Jón Þór er frændi Arnórs en hann grínaðist aðeins með það að hann hefði viljað sjá hann fjúka af velli.

„Eins og ég sagði ég sá ekki hvað menn voru að tala um nægilega vel. Ég þekki Arnór af góðu einu og veit það var ekki neinn ásetningur í því ef það hefur verið eitthvað slíkt en hann er náttúrulega búinn að skora í báðum leikjunum á móti okkur þannig hann hefði alveg mátt vísa honum útaf," sagði Jón Þór ennfremur en hann ræðir við Fótbolta.net í sex mínútna viðtali hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner