Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fim 08. ágúst 2024 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta réði vasaþjófa til að kenna leikmönnum sínum lexíu
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: John Walton
The Athletic segir frá því í dag að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sé að undirbúa sína menn með ýmsum hætti fyrir komandi tímabil.

Nýverið þá réði Arteta teymi af vasaþjófum á meðan liðið hans snæddi kvöldverð. Vasaþjófarnir fengu það verkefni að fara á milli borða og taka síma og veski af leikmönnunum.

Þegar menn voru búnir að borða, þá bað Arteta leikmannahópinn um að standa upp og tæma vasana. Mörgum leikmönnum vantaði þá verðmæti.

„Hugmyndin var að kenna leikmannahópnum mikilvægi þess að vera alltaf tilbúinn, undirbúinn og á varðbergi. Svona nýsköpunarhugsun er dæmigerð fyrir Arteta sem sér hvert tækifæri til lærdóms og þroska. Áhrif hans eru augljós á öllum sviðum Arsenal," segir í greininni.

Arteta er á leið inn í sitt fimmta heila tímabil með Arsenal en hann hefur gert flotta hluti með liðið. Síðustu tvö tímabil hefur Arsenal lent í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en núna er spurning hvort þeir nái gullinu úr greipum Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner