29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 08. ágúst 2024 22:40
Sverrir Örn Einarsson
Halli Hróðmars: Ég fékk frábær svör
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þurfti að gera sér að góðu að lúta í gras 2-1 eftir Suðurnesja slag við lið Keflavíkur á HS Orkuvellinum í kvöld. Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari liðsins sem var ómyrkur í máli eftir tap gegn Aftureldingu á dögnum var mættur til viðtals. Hann var ögn léttari á brún í kvöld þrátt fyrir tapið og taldi sig hafa séð jákvæð merki í leik liðsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grindavík

„Ég fékk frábær svör. Ég er mjög ánægður með liðsframmistöðuna og viðhorf manna. Æfingavikan var góð og viðbragðið gott. Þessir leikmenn leggja allt í þetta og þetta er ekki strákar með slæmt viðhorf eða slíkt. En það er ákveðinn kúltúr sem ég talaði um í síðustu viku sem var imprað á við þá og þeir tóku síðan boltann. Ég er mjög sáttur við svarið og tel að á öðrum degi hefðum við komist héðan með stig að minnsta kosti.“

Eftir þokkalega frammistöðu í fyrri hálfleik þar sem lið Grindavíkur lenti þó undir átti fréttaritari allt eins von á því að lið Grindavíkur myndi brotna við að lenda tveimur mörkum undir. Allt annað kom þó á daginn og átti liðið líklega sínar bestu mínútur eftir það og uppskar mark nokkuð sanngjarnt.

„Já við slepptum aðeins fram af okkur beislinu. Þetta eru tvö svekkjandi mörk sem við fáum á okkur. Fyrst hornspyrna þar sem þeir vinna fyrri skallann og taka síðan frákastið. Seinna markið svo þá erum við einum færri þar sem leikmaður hjá mér er farinn af velli til að skipta um skó og við eigum aukaspyrnu. Í staðinn fyrir það að spila öruggan bolta þá kemur sending upp miðjuna sem var algjörlega ótímabær og aftur skot í stöng og þeir taka frákast.“

„Þetta er augnablik þar sem er mjög auðvelt að byrja að vorkenna sér. Strákarnir gerðu það ekki heldur tóku að mér fannst öll völd á vellinum. Við fáum svo lukkuna með okkur í lið í markinu sem við skorum en við hefðum getað jafnað leikinn og það hefði ekkert verið ósanngjarnt.“

Tapið var það fimmta í röð hjá Grindavík en þar á bæ eru menn þó ekki lagstir í neina vorkunn heldur horfa fram að næsta leik eingöngu.

„Við horfum ekki fimm leiki fram eða aftur í tímann. Við töpuðum í dag en vorum betri í dag heldur en við vorum í síðasta leik. Við ætlum að vera betri í næsta leik heldur en við vorum í þessum leik. Öll liðin í þessari deild eru góð og allir leikir eru erfiðir.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner