Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fim 08. ágúst 2024 14:42
Elvar Geir Magnússon
Richarlison sagði nei við Sádi-Arabíu - Vill vera áfram hjá Spurs
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison segist vilja vera áfram hjá Tottenham Hotspur en hann hafnaði tilboði frá Sádi-Arabíu.

Þessi 27 ára leikmaður kom til Tottenham frá Everton 2022 fyrir 60 milljónir punda, sem var félagsmet.

Hann hefur skorað 15 mörk í 66 leikjum fyrir Tottenham og átti ekki fast sæti í liðinu undir stjórn Ange Postecoglou síðasta tímabili.

Samningur Richarlison er til 2027 en félög í Sádi-Arabíu sýndu honum mikinn áhuga. Hann segist vilja vera áfram í ensku úrvalsdeildinni til að auka möguleika á að vera áfram í brasilíska landsliðinu.

„Minn draumur er að halda áfram að spila fyrir Brasilíu og enska úrvalsdeildin vegur þyngra en Sádi-Arabía," segir Richarlison.

Tottenham hefur sýnt Dominic Solanke sóknarmanni Bournemouth áhuga en er ekki tilbúið að ganga að 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans.
Athugasemdir
banner
banner