Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison segist vilja vera áfram hjá Tottenham Hotspur en hann hafnaði tilboði frá Sádi-Arabíu.
Þessi 27 ára leikmaður kom til Tottenham frá Everton 2022 fyrir 60 milljónir punda, sem var félagsmet.
Þessi 27 ára leikmaður kom til Tottenham frá Everton 2022 fyrir 60 milljónir punda, sem var félagsmet.
Hann hefur skorað 15 mörk í 66 leikjum fyrir Tottenham og átti ekki fast sæti í liðinu undir stjórn Ange Postecoglou síðasta tímabili.
Samningur Richarlison er til 2027 en félög í Sádi-Arabíu sýndu honum mikinn áhuga. Hann segist vilja vera áfram í ensku úrvalsdeildinni til að auka möguleika á að vera áfram í brasilíska landsliðinu.
„Minn draumur er að halda áfram að spila fyrir Brasilíu og enska úrvalsdeildin vegur þyngra en Sádi-Arabía," segir Richarlison.
Tottenham hefur sýnt Dominic Solanke sóknarmanni Bournemouth áhuga en er ekki tilbúið að ganga að 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans.
Athugasemdir