Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fim 08. ágúst 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Vill ekki æfa með liðinu - „Ákveðið að fara í Juventus“
Koopmeiners er á leið til Juventus samkvæmt Gasperini.
Koopmeiners er á leið til Juventus samkvæmt Gasperini.
Mynd: EPA

Teun Koopmeiners, leikmaður Atalanta á Ítalíu, hefur ætíð verið mjög ofarlega á óskalista Juventus í sumar. Þeir hafa verið hressilega orðaðir við hann í sumar og hann vill ganga til liðs við ítalska stórveldið.


Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, var ekki að tala í klisjum í viðtali við Eco di Bergamo um framtíð hollendingsins hjá félaginu. Gasperini er sagður vera mjög ósáttur með stöðuna á Koopmeiners en þegar hann var spurður út í framtíð hans hjá Atalanta sagði hann einfaldlega:

Koopmeiners hefur ákveðið að fara til Juventus.“ og bætti svo við.

Hann hefur komist að samkomulagi við þá en hann vill ekki lengur æfa hjá okkur, hann er stressaður. Hann mun ekki spila meira fyrir Atalanta, hann verður ekki lengur nálægt þessu hjá okkur. Félaginu líður ekki vel með stöðuna.

Talið er að Koopmeiners og Gasperini hafa átt harkalegt rifrildi á æfingu á þriðjudaginn í seinustu viku og degi seinna hafi hollendingurinn ekki mætt á æfingu. Þá vissu allir í hvað stefndi og sérstaklega í ljósi þess hversu mikið Juventus vildu fá hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner