mið 08. september 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum leikmaður Liverpool líklega í marki City um helgina
Mynd: EPA
Það eru miklar líkur á því að þriðji markvörður Manchester City, Scott Carson, muni verja mark liðsins í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester City á útileik gegn Leicester á laugardaginn og ljóst að aðalmarkvörður liðsins, Ederson, má ekki spila þar sem hann hefur verið settur í bann af FIFA. Lestu meira um það mál hér.

Zack Steffen er venjulega varamarkvörður þegar Ederson er hvíldur eða ekki klár í að spila leiki. Hann hins vegar greindist með covid í verkefni með bandaríska landsliðinu. Þar að auki hefur Steffen einnig verið að glíma við bakmeiðsli.

Næstur í röðinni er svo hinn 36 ára gamli Scott Carson. Hann hafði síðustu tvö ár verið á láni hjá félaginu frá Derby County en samdi við City í sumar. Á sínum ferli hefur hann verið á mála hjá Leeds, Liverpool, Sheffield Wednesday, Chalrton, Aston Villa, WBA, Bursaspor, Wigan og Derby ásamt Manchester City.

Carson lék níu keppnisleiki með Liverpool á árunum 2004-2007. Tímabilið 2004/2005 spilaði hann fjóra deildarleiki og var ásamt Chris Kirkland til vara fyrir Jerzy Dudek.

Ef Carson spilar þá yrði það annar deildarleikurinn hans fyrir City því hann varði mark liðsins gegn Newcastle í 4-3 sigri í vor.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner