Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. september 2022 20:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Í stað mínútuþagnar sungu stuðningsmenn West Ham þjóðsönginn
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn West Ham fóru aðra leið til að heiðra minningu Elísabetar Bretlandsdrottningar sem lést í dag. Fyrirhugað var að mínútuþögn yrði fyrir leikinn.

Stuðningsmennirnir ákváðu þess í stað að syngja breska þjóðsönginn.

West Ham er að spila við FCSB í Sambandsdeildinni í kvöld og stóðu leikmenn við miðjuhringinn eins og venjan er þegar mínútuþögn fer fram fyrir leik.

Myndband frá London Stadium má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner