Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. september 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp ekki hræddur við að enda eins og Tuchel
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, óttast það ekki að fá sparkið þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Liverpool tapaði í gær 4-1 gegn Napoli og hefur ekki spilað vel í upphafi þessa tímabils.

Nú þegar hafa tveir stjórar í ensku úrvalsdeildinni verið reknir þegar septembermánuður er ekki einu sinni hálfnaður. Thomas Tuchel var rekinn frá Chelsea í gær þrátt fyrir að vera með betra sigurhlutfall en Klopp á þessu tímabili.

Klopp var spurður í gær hvort hann óttaðist það að vera rekinn, en þá sagði hann: „Nei, alls ekki."

„Eigendur okkar eru frekar rólegir og þeir búast við því að ég lagi stöðuna frekar en einhver annar."

Klopp er í guðatölu hjá stuðningsfólki Liverpool en hann er núna á sjöunda tímabili sínu hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner