PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 08. september 2024 07:30
Sölvi Haraldsson
Heimir: Væri ósáttur að fá svona mark á mig í yngri flokkum
Mynd: Getty Images

Heimir Hallgrímsson tapaði gegn Englandi í fyrsta leik sínum með írska landsliðið. Heimir talaði um það eftir leik að Írar hafi ekki verið nógu góðir sóknarlega og varnarlega.


Við þurfum að byrja á því að viðurkenna að við vorum næst bestir í dag, góður leikur hjá Englandi. Ég held að það sé sjálfstraustið í ákvarðanartöku sem var stóri munurinn á liðunum. Ég veit um einstaklingsgæðin og við getum alveg talað um þau. Þegar þú ert að verjast þarftu að taka ákvarðanir og trúa. Við vorum ekki góðir í því miðað við Englendinga.“

Það er lítið sjálfstraust í Írska liðinu og fátt að ganga upp hjá þeim í seinustu landsleikjum.

Þegar við gátum gefið boltann fyrir gerðum við það ekki. Þegar við gátum skotið á markið gerðum við það ekki. Ég myndi segja að sjálfstraustsleysið í að taka ákvarðanir var stóri munurinn fannst mér í dag.

Heimir er óánægður með mörkin sem hann fékk á sig og segir að hann væri ósáttur að fá fyrsta markið á sig ef hann væri að þjálfa í yngri flokkum.

Miðað við það að við vorum með 5 manna varnarlínu vorum við of opnir. Fyrsta markið ætti ekki að sjást í fótbolta. Ef þú værir að spila í yngri flokkum værir þú ósáttur að fá þetta mark á þig. Seinna markið á heldur ekki að sjást í fótbolta. Við þurfum að bæta okkur í þessu.

Næsti leikur hjá Írlandi í Þjóðadeildinni er á morgun gegn Grikklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner