Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 08. október 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Man City vill fá varaliðin í neðri deildirnar
Ferran Soriano
Ferran Soriano
Mynd: Getty Images
Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City á Englandi, vonast til þess að varalið úrvalsdeildarfélaga megi spila í neðri deildunum í landinu á næstu árum en hann segir áhrif kórónuveirunnar ýta enn frekar undir það.

Það þekkist í öðrum deildum í Evrópu að varalið úrvalsdeildarliða megi taka þátt í deildarkeppni.

Árið 2016 var reynt að fá í gegn að ensk úrvalsdeildarfélög mættu tefla fram varaliðum í neðri deildunum en þeirri tillögu var hafnað af EFL.

Nú virðist tækifærið til að taka þá umræðu aftur en mörg neðrideildarfélög hafa orðið fyrir miklu tjóni fjárhagslega vegna áhrifa kórónaveirunnar og telur því Soriano tímabært að leyfa varaliðum að spila.

„Ein af áskorunum er að EFL er viðskiptamódel sem nær ekki að viðhalda sér nógu vel. Þeir voru að tala um leiðir til að bæta það og voru að tala um launaþak. Þetta hefur verið smá vakning fyrir þá til að leysa vandamálin útaf ástandinu en þetta er einnig frábært tækifæri til að skoða aðrar hugmyndir," sagði Soriano.

„Það eru fleiri vandamál og það er áskorunin að þróa leikmenn á Englandi þar sem varaliðin mega ekki spila í deildarkeppni. Við erum með leikmenn í kringum 17 og 18 ára aldurinn sem finna ekki rétta staðin til að þróa leik sinn og eru teknir frá okkur af þýskum liðum núna og þeir reyna svo að selja okkur leikmennina tífalt þá upphæð sem þeir greiddu."

„Er þetta ekki fáránlegt? Þetta er eitthvað sem þarf að leysa og kannski mun ástandið í heiminum gefa okkur tækifæri til að leysa þessi vandamál í sameiningu,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner