Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Sóttvarnir á Laugardalsvelli - Albert notar grímu
Icelandair
Styttan af Alberti Guðmundssyni er komin með grímu.
Styttan af Alberti Guðmundssyni er komin með grímu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 fer fram í kvöld í skugga hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu vegna útbreiðslu Covid-19 hér á landi.

Af þessum sökum hafa sóttvarnaraðgerðir á Laugardalsvelli verið hertar enn frekar en áður var ákveðið og til að mynda fá mun færri fréttamenn aðgang að leiknum en til stóð.

Allir starfsmenn þurfa að bera grímu fyrir vitum sínum og þegar við litum við á Laugardalsvelli í gær mátti sjá að það gilti jafnt um hvort fólk væri úr holdi og blóði eða bronsi.

Þannig var styttan af gömlu goðsögninni Alberti Guðmundssyni komin með grímu.

Barnabarnabarn Alberts og alnafni er í leikmannahópi íslenska liðsins sem æfði á Laugardalsvelli í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner