Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bose-bikarinn: Víkingur í úrslit - Bræður á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er komið í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur gegn Fylki í kvöld.

Valdimar Þór Ingimundarson er uppalinn Fylkismaður en hann skoraði fyrsta markið í kvöld gegn sínum gömlu félögum. Hann sá til þess að Víkingur var með 1-0 forystu í hálfleik.

Fylkir skoraði sjálfsmark snemma í seinni hálfleikk og Nikolaj Hansen og Aron Elís Þrándarson skoruðu sitt markið hvor. Fylkir skoraði einnig í seinni hálfleik en þar var Þórður Ingi Ingimundarson, bróðir Valdimars á ferðinni, og leiknum lauk með 4-1 sigri Víkings.

Víkingur mætir annað hvort Stjörnunni eða KR í úrslitum. Úrslitaleikurinn fer fram í febrúar/mars á næsta ári. Víkingur er ríkjandi meistari en liðið vann mótið í annað sinn í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner