Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 08. nóvember 2020 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Dybala á dýfu dagsins
Argentínski framherjinn Paulo Dybala hefur átt erfitt uppdráttar með Juventus á upphafi tímabils.

Hann kom inn af bekknum í fyrsta leik dagsins gegn Lazio sem lauk með 1-1 jafntefli.

Dybala reyndi að leggja sitt af mörkum og ætlaði að reyna að fiska aukaspyrnu þegar hann var kominn í erfiða stöðu nálægt endalínunni í dag.

Dybala dýfði sér til jarðar í tilraun til að fiska aukaspyrnuna en plataði ekki neinn. Hann slapp við gult spjald þrátt fyrir mikla leiklistarsýningu.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan og átti það sér stað þegar Juve var marki yfir. Heimamenn í Lazio jöfnuðu á síðustu sekúndum uppbótartímans.

Dybala dive vs Lazio from r/soccer


Athugasemdir
banner