Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 08. nóvember 2022 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Heimir tekur aftur við FH (Staðfest)
Heimir Guðjónsson í Kaplakrika í kvöld.
Heimir Guðjónsson í Kaplakrika í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari FH á nýjan leik. Frá þessu var greint í Kaplakrika í kvöld. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.

Heimir tekur við liðinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem var sendur í leyfi undir lok síðustu leiktíðar eftir að hafa verið gripinn ölvaður undir stýri.

Sigurvin Ólafsson, sem stýrði FH undir lok síðasta tímabils eftir að Eiður fór í leyfi, verður aðstoðarmaður Heimis. Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH tilkynnti um leið að Eiður Smári muni ekki snúa aftur til félagsins en Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar félagsins hafði gefið annað í skyn í viðtali við 433.is í dag.

Þetta er í annað sinn sem Heimir tekur við þjálfun FH. Heimir stýrði FH til fimm Íslands­meist­ara­titla sem aðalþjálf­ari, síðast 2016, og eins bikar­meist­ara­titils. Heim­ir var lát­inn fara frá FH haustið 2017.

Síðan þá hefur Heimir stýrt HB til Færeyjameistaratitilsins og bikarmeistaratitilsins og gerði Val að Íslandsmeisturum 2020. Hann var rekinn frá Val í sumar.

Það verður verk að vinna fyrir Heimi og hans menn í Kaplakrikanum en FH var nálægt því að falla í Lengjudeildina í sumar og mikið talað um þörf á endurnýjun á leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner