banner
   sun 08. desember 2019 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund heldur Sancho í plönum sínum
Sancho í viðtali.
Sancho í viðtali.
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund, segir að enski kantmaðurinn Jadon Sancho sé ekki á förum í janúar; það sé ekki að fara að gerast.

Háværar sögusagnir hafa verið um að hinn 19 ára gamli Sancho vilji yfirgefa Dortmund strax í janúar, en sagan segir að hann hafi ekki verið ánægður hjá félaginu undanfarnar vikur.

Sjá einnig:
Sancho sagðist ekki mega tala - Þjálfarinn gagnrýndi hann

Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Liverpool og Chelsea. Þá hafa Barcelona og Real Madrid einnig verið nefnd til sögunnar.

Zorc segir Sancho hins vegar ekki á förum, hann sé hluti af framtíðarplönum Dortmund.

„Sancho er áfram í plönum okkar," sagði Zorc. „Hann er mikilvægur leikmaður og ég sé það ekki gerast að hann muni fara."

Sancho hefur slegið í gegn hjá Dortmund undanfarin tvö ár eftir að hann kom til félagsins frá Manchester City.

Sancho átti stórleik í gær þegar Dortmund vann 5-0 sigur á Fortuna Dusseldorf. Hann skoraði tvö og lagði upp eitt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner