Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. nóvember 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho sagðist ekki mega tala - Þjálfarinn gagnrýndi hann
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho byrjaði á bekknum hjá Borussia Dortmund í 3-1 tapi gegn Barcelona í gær. Hann kom inn á sem varamaður og skoraði mark Dortmund á 77. mínútu.

Lucien Favre, þjálfari Dortmund, gagnrýndi hinn 19 ára gamla Sancho eftir leikinn og sagði hann ekki nægilega einbeittan til að vera í byrjunarliðinu.

„Ég útskýrði fyrir honum fyrir leikinn af hverju hann væri ekki að byrja," sagði Favre. „Ég sagði honum að við færum að fara í mjög erfiðan leik og við þyrfum leikmenn sem væru einbeittir."

Sancho ræddi ekki við fjölmiðlamenn eftir leikinn, hann sagði þá: „Ég má ekki tala."

Það er sagt frá því í Bild í dag að Sancho hafi verið settur á bekkinn þar sem hann hafi mætt seint á liðsfund. Borussia Dortmund hefur neitað því að það hafi verið ástæðan, að sögn Sky Sports.

Sambandið á milli þýska stórliðsins Dortmund og hins 19 ára gamla Sancho virðist ekki gott þessa dagana.

Hinn 19 ára gamli Sancho yfirgaf Manchester City árið 2017 og fór þá til Þýskalands, til Dortmund. Þar hefur hann staðið sig mjög vel, en hann er talinn ósáttur við hegðu Dortmund í sinn garð á þessu tímabili.

Sancho mun væntanlega ekki fara frá Dortmund í janúar, en góðar líkur virðast vera á því að hann færi sig um set næsta sumar. Hann er sagður á óskalista félaga eins og Man Utd, Liverpool, Barcelona og Real Madrid.

Man Utd telur sig vera að leiða kapphlaupið um hann samkvæmt frétt The Telegraph fyrr í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner