Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 08. desember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði innkast Pulisic „það versta sem hann hefur séð"
Craig Pawson.
Craig Pawson.
Mynd: Getty Images
Atvinnumaður í fótbolta á að geta tekið innkast, en Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, lenti í vandræðum með það í gær.

Hann reyndi að taka innkast í 3-1 tapinu gegn Everton, en það var dæmt ólöglegt.

Craig Pawson, dómari leiksins, var ekki hrifinn af því sem hann sá frá Pulisic og var fljótur að flauta.

Pawson sást svo segja: „Þetta er versta innkast sem ég hef nokkurn tímann séð."

Sjón er sögu ríkari. Myndband má sjá hérna.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með fimm stigum meira en Manchester United sem er í fimmta sæti. Everton, sem var að spila undir stjórn Duncan Ferguson í gær, komst upp í 14. sæti með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner