Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. desember 2019 08:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn Real í skiptum fyrir Pogba?
Powerade
Paul Pogba er í slúðurpakkanum. Á myndinni er hann með Juan Mata.
Paul Pogba er í slúðurpakkanum. Á myndinni er hann með Juan Mata.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Næsti stjóri Arsenal?
Næsti stjóri Arsenal?
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins sem BBC tók saman.

Real Madrid er að undirbúa að bjóða James Rodriguez (28) og Gareth Bale (30) sem hluta af skiptidíl fyrir miðjumanninn Paul Pogba (26), miðjumann Manchester United. (Eldesmarque)

Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City, mun þurfa að ganga í gegnum langt viðtalsferli ef honum langar að taka við sem stjóri Arsenal. (Telegraph)

Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, hefur gefið í skyn að miðjumaðurinn Arturo Vidal (32) gæti verið á förum. Hann hefur verið orðaður við Manchester United og myndi hann mögulega kosta 13 milljónir punda. (Mirror)

Real Madrid þarf að safna 84 milljónum punda með að selja leikmenn í janúar til að standast fjárhagsreglur UEFA. (Mirror)

Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund, segir að kantmaðurinn Jadon Sancho (19) sé ekki á förum í janúar.
(Manchester Evening News)


Manchester City hefur möguleikann á því að jafna öll tilboð sem Borussia Dortmund samþykkir í Sancho, en City seldi Sancho til Dortmund í fyrra. Sancho er hins vegar ekki á óskalista City og munu Englandsmeistararnir ekki jafna nein tilboð. (Sunday Mirror)

Niko Kovac, fyrrum þjálfari Bayern München, var mættur á Goodison Park í gær að horfa á leik Everton og Chelsea. Hann neitar því hins vegar að vera í baráttunni um að taka við Everton. (Goal)

Jose Mourinho vill gera Merih Demiral (21), varnarmann Juventus og tyrkneska landsliðsins, að sínum fyrstu kaupum hjá Tottenham. Arsenal og Man Utd eru líka að eltast við hann. (Sun)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, hefur ekki útilokað það að taka við Arsenal. (TYC Sports)

Chelsea er að undirbúa 40 milljón punda tilboð í Nathan Ake (24), varnarmann Bournemouth. Ake lék áður fyrr með Chelsea. (Telegraph)

Liverpool hefur ekki áhuga á Evanilson (20), sóknarmanni Fluminese í Brasilíu. Hann verður fáanlegur á frjálsri sölu í febrúar. (Netflu)

Newcastle vill fá að minnsta kosti einn leikmann inn í janúar. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, er með augastað á Jarrod Bowen (22), framherji Hull City. (Telegraph)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, vill að Lionel Messi (32) framlengi samning sinn. Núgildandi samningur hans rennur út 2021. (Marca)

Dwight McNeil (20), kantmaður Burnley, er efstur á óskalista Crystal Palace ef Wilfried Zaha (27) hverfur á braut. (Sun on Sunday)

West Ham hefur áhuga á markverði Bournemouth, Asmir Begovic (32). Lánssamningur Begovic við Qarabag í Aserbaídsjan rennur út í lok mánaðarins. (Sun on Sunday)

Omar Elabdellaoui (28), varnarmaður Olympiakos er á óskalista Aston Villa og Celtic. Hann segist þurfa að taka ákvarðanir. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner