
England og Frakkland mætast í 8 liða úrslitum á HM á laugardaginn.
Kylian Mbappe leikmaður franska liðsins er einn besti leikmaður heims en Kyle Walker bakvörður enska liðsins fær væntanlega það verkefni að stoppa Mbappe.
„Hann er stórkostlegur leikmaður í frábæru formi, einn af bestu, ef ekki sá besti í heiminum þessa stundina. ÉG veit hvað ég þarf að gera og það er að stoppa hann. Auðveldara sagt en gert en ég vanmet ekki sjálfan mig," sagði Walker.
„Ég ætla eki að rúlla út rauða dreglinum fyrir hann og segja honum að skora."
Youssuf Fofana leikmaður franska landsliðsins hló af þessum ummælum Walker.
„Gef honum prik ef hann veit hvernig á að stoppa Mbappe, á sama tíma eru 19 lið enn að bíða eftir lausn í Ligue 1 [frönsku deildinni] og önnur í Meistaradeildinni," sagði Fofana og hló.