Wolfsburg kom sér í frábæra stöðu í B riðli Meistaradeildarinnar með sigri á Roma í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum en hún kom inn á eftir aðeins 12 mínútna leik fyrir Jill Roord sem meiddist.
Sveindís lét svo sannarlega til sín taka en Wolfsburg var 2-0 yfir í hálfleik. Sveindís lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.
Wolfsburg gerði út um leikinn með tveimur mörkum á einni mínútu snemma í síðari hálfleik. Roma var betri aðilinn í lokinn en náði aðeins að klóra í bakkann með einu marki, 4-2 lokatölur.
Wolfsburg er á toppnum með 10 stig eftir fjóra leikien Roma í 2. sæti með 7 stig. St. Polten er í 3. sæti með þrjú stig en liðið mætir Slavia Prag, á eftir, sem er án stiga.
Wolfsburg tryggir sér sæti í 8 liða úrslitum ef St. Polten mistekst að vinna í kvöld.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom ekkert við sögu í 4-0 sigri PSG gegn Vllaznia í B riðli. PSG er í 2. sæti með 7 stig en Chelsea (9 stig) og Real Madrid (4 stig) mætast á eftir.
Vllaznia W 0 - 4 PSG W
0-1 Kadidiatou Diani ('19 , víti)
0-2 Kadidiatou Diani ('36 )
0-3 Ramona Bachmann ('60 )
0-4 Magnaba Folquet ('81 )
2-0 Sveindis Jane Jonsdottir ('40 )
2-1 Alves da Silva Andressa ('42 )
3-1 Lena Lattwein ('52 )
4-1 Ewa Pajor ('53 )
4-2 Sophie Roman Haug ('76 )