Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 08. desember 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola finnur til með Phillips - Sér hann ekki fyrir sér í liðinu
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur beðið Kalvin Phillips afsökunar á að hafa ekki valið hann í byrjunarliðið í einn leik í ensku úrvalsdeildina á tímabilinu.

Hann segist hins vegar eiga erfitt með að sjá hann í byrjunarliðinu sínu. Hinn 28 ára gamli Phillips heldur áfram að sitja á bekknum þó Rodri sé fjarverandi.

Líklegt þykir að Phillips muni yfirgefa herbúðir City þegar janúarglugginn opnar en hann hefur alls ekki fengið stórt hlutverk hjá Englandsmeisturunum eftir að hann kom frá Leeds.

„Ég finn til með honum. Ég hef sagt það oft. Hann á ekki skilið að vera í þessari stöðu og ég finn til með honum," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Ég á erfitt með að sjá hann í liðinu mínu. Ég er ekki sáttur með sjálfan mig og ég finn til með honum."

Guardiola hrósaði annars Phillips fyrir góðan persónuleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner