Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 08. desember 2023 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafrún Rakel á leið til Bröndby
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir að ganga í raðir Bröndby í Danmörku.

Hún kemur til Bröndby frá Breiðabliki en hún hefur leikið með Blikum frá 2020. Hún er uppalin í Aftureldingu og hóf hún fótboltaferil sinn þar.

Hafrún Rakel, sem er fædd árið 2002, er fjölhæfur leikmaður sem leikur oftast sem bakvörður eða kantmaður. Hún hefur sýnt það að hún getur líka leyst stöður á miðsvæðinu.

Hún spilaði í sumar lykilhlutverk hjá Blikum og vann sér inn sæti í A-landsliðinu. Hún byrjaði gegn Wales í síðasta glugga og kom inn af bekknum í fræknum sigri á Danmörku.

Bröndby er eitt sterkasta lið Danmerkur en Kristín Dís Árnadóttir er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner