Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. janúar 2022 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ánægður með hvernig við brugðumst við
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var sáttur með hvernig liðið ákvað að bregðast við í 4-1 sigrinum á Shrewsbury Town í þriðju umferð enska bikarsins í dag.

Liverpool lenti undir í leiknum en jafnaði með marki frá hinum 17 ára gamla Kaide Gordon.

Fabinho kom liðinu yfir úr víti áður en Roberto Firmino skoraði þriðja markið með hælspyrnu. Fabinho gerði svo út um leikinn með föstu skoti efst í nærhornið.

„Við höfum æft síðan á föstudag og þess vegna ákváðum við að stilla svona upp. Strákarnir börðust í þessum leik."

„Þegar þú færð fyrsta markið á þig þá getur ýmislegt gerst en ég var ánægður með hvernig við brugðumst við. Við byrjuðum með fimm mjög svo unga stráka, Við spiluðum mjög mörgum öruggum sendingum í fyrri hálfleik og vissum að við gætum spilað betri fótbolta í þeim síðari."


Klopp var sérstaklega ánægður með að Gordon hafi skorað fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og er hann ný annar yngsti markaskorari Liverpool frá upphafi.

„Hann er þvílíkt hæfileikaríkur og aðalstyrkleiki hans er að klára færin."

Hópurinn hjá Liverpool er allur að koma til eftir hópsmit og meiðsli en hann segir að Trent Alexander-Arnold sé enn smitaður.

„Við erum bara með einn leikmann sem er mjög svo smitaður og það er Trent Alexander-Arnold," sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner