Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Ingvars orðaður við Haugasund en Breiðablik hefur ekkert heyrt
Sagðir vilja fá Davíð á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, er orðaður við Haugasund í norsku úrvalsdeildinni. Það er norski miðillinn Nettavisen sem fjallar um áhuga norska félagsins á vinstri bakverðinum.

Þar segir að Haugasund sé að leita að vinstri bakverði eftir að hafa lánað Nicholas Walstad til Stabæk.

Í fréttinni kemur fram að Haugasund sé í viðræðum um að fá Davíð frá ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks. Einnig er sagt að Haugasund óski eftir því að fá Davíð til æfinga í vetur til að sjá hvort að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið.

Það verður að segjast að sé ansi áhugaverð pæling þar sem Davíð hefur verið byrjunarliðsmaður hjá Breiðabliki síðustu fjögur tímabil. Davíð, sem verður 24 ára í apríl, er samningsbundinn Breiðabliki út komandi tímabil.

Fótbolti.net heyrði í Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni fótboltamáli hjá Breiðabliki, og spurði hann út í Davíð.

„Við höfum ekki heyrt neitt í Haugasund varðandi Davíð, engar viðræður," sagði Ólafur „Engar núna, það voru einhverjar þreifingar í fyrra en ekkert núna í glugganum," sagði Óli aðspurður hvort önnur félög hefðu sett sig í samband varðandi Davíð.

Fyrir tæpu ári síðan bauð sænska félagið Örebro í Davíð en því tilboði var hafnað.
Athugasemdir
banner
banner
banner