Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fim 09. janúar 2025 12:28
Elvar Geir Magnússon
Albert með gegn Monza
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Albert Guðmundsson sé farinn að æfa aftur með liðsfélögum sínum í Fiorentina, eftir að hafa æft einn fyrr í vikunni.

Albert ætti því að vera með á mánudaginn, þegar Fiorentina heimsækir Monza í ítölsku A-deildinni.

Albert var ónotaður varamaður í 0-3 tapi gegn Napoli á laugardaginn. Hann átti að koma inn á 60. mínútu leiksins en fann fyrir óþægindum í ökkla og var því ekki settur inn.

Albert er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og hefur skorað þrjú mörk í átta deildarleikjum en hann hefur verið talsvert á meiðslalistanum, með kálfameiðsli og meiðsli aftan í læri.

Annars vakti athygli ítalskra fjölmiðla að Edoardo Bove brá sér í hlutverk dómara þegar leikmenn voru að spila á æfingu Fiorentina í gær. Bove er áfram í kringum liðið þó hann sé ekki kominn aftur af stað eftir að hafa orðið fyrir hjartastoppi í leik gegn Inter.

Bjargráður var græddur í hann. Reglur í ítölsku deildinni segja til um að leikmenn megi ekki spila á ítalíu með bjargráð og því vangaveltur um hvort Bove hafi leikið sinn síðasta leik á Ítalíu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner