Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emmanuel Agbadou í Wolves (Staðfest)
Emmanuel Agbadou og Vitor Pereira, stjóri Wolves.
Emmanuel Agbadou og Vitor Pereira, stjóri Wolves.
Mynd: Wolves
Wolves hefur keypt varnarmanninn Emmanuel Agbadou frá Reims í Frakklandi. Kaupverðið er um 20 milljónir evra.

Félagið tilkynnti nýja leikmanninn í morgunsárið.

Agbadou er 27 ára gamall miðvörður frá Fílabeinsströndinni sem steig sín fyrstu skref í Evrópu með Eupen í Belgíu. Þaðan fór hann til Reims sumarið 2022.

Núna er hann mættur til Englands eftir að hafa heillað í Frakklandi og á hann að hjálpa Úlfunum að forðast fall í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er fyrsti leikmaður sem kemur til félagsins eftir að Portúgalinn Vitor Pereira tók við stjórn liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner