Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 09. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Of mörg lík í lestinni hjá KSÍ
Ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn.
Ársþing KSÍ fer fram á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Jón Kaldal, Almar Guðmundsson og Kolbeinn Tumi Daðason.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Jón Kaldal, Almar Guðmundsson og Kolbeinn Tumi Daðason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Í sjónvarpsþætti Fótbolta.net var meðal annars rætt um það hvað megi bæta í starfi Knattspyrnusambands Íslands. Gestir þar eru sammála því að stjórn KSÍ þurfi að opna starfið betur og hafa meira gagnsæi.

„Það er rosalega margt vel gert. Það er frábært fólk upp til hópa á skrifstofu KSÍ og vi stundum framarlega í þjálfara og aðstöðumálum. Geir (Þorsteinsson) á hrós skilið fyrir það. KSÍ er íþróttahreyfing og það er ótrúlegt að í blóma íslensks fótbolta sé svona neikvæður andi yfir KSÍ. Maður fattar það ekki. Mér finnst það snúast mikið um þessar leyndarhyggju. Það eru þessir skandalar sem koma upp og þurfa ekki að vera skandalar," sagði Kolbeinn Tumi Daðason í þættinum.

„Þetta byrjaði líklega á kreditkortaskandalnum í Sviss um árið þar sem ákveðið var að sópa hlutum undir borðið. Þetta var viðkvæmt og erfitt mál sem átti að fara fyrir stjórn og taka ígrundaða ákvörðun um. Svo kemur þetta endurtekið upp: Miðasala á næturnar, tvöfaldur launabónus sem enginn gat svarað fyrir og fleiri mál. Af hverju er ekki hægt að gera upp launin? Af hverju þarf einhver að öskra á árþsingi 'Geir, hvað ertu með í laun?' í stað þess að þetta sé birt í ársskýrslu."

„Fundargerðir eru birtar seint á vef KSÍ þannig að formenn félaga geta ekki fylgst með hvað er í gangi á fundum. Kannski er þetta skortur á starfsfólki af því að það er mikið það sem þarf að gera. Mér finnst þurfa að hreinsa öll svona mál. Í dag á KSÍ að vera brosandi himnaríki."


„Það eiga ekki að vera leyndarmál á stjórnarfundum"
Almar Guðmundsson, fyrrum formaður Stjörnunnar, segir að taka þurfi ímynd KSÍ í gegn.

„Það þarf að horfa sérstaklega á ímyndarmálin. Það eru of mörg lík í lestinni. Það eru of mörg tilvik þar sem menn hafa haldið klaufalega á málum. Ég held að þetta snúist ekki um að fjölga á skrifstofunni. Þetta snýst um að hafa leiðtoga, formann stjórnar og framkvæmdastjóra, sem setja línuna. Línan hefur ekki verið sett. Menn hafa verið svolítið að pukrast og það er árið 2017. Við verðum að breyta þessu," sagði Almar og Jón Kaldal tók undir með honum.

„Það verður að bæta aðgengi að upplýsingum. Það eiga ekki að vera nein leyndarmál á stjórnarfundum í íþróttahreyfingunni. Þetta er almannasport og menn eiga ekki að vera með neitt pukur. Það er klaufagangur sem menn hafa leyft sér að fara inn í. Þetta er röng stefna og við treystum á að nýr maður muni breyta því. Mér heyrist bæði Björn og Guðni verða á þeim buxunum að kollvarpa þeirri stemningu sem hefur verið hjá KSÍ," sagði Jón.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvor er sigurstranglegri - Björn eða Guðni?
Sjónvarpið: Hefðu getað komið upp kjaftasögur
Sjónvarpið: Á formaður KSÍ að þiggja laun?
Athugasemdir
banner
banner
banner