Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 09. febrúar 2021 15:15
Magnús Már Einarsson
Arsenal mætir Benfica á Ítalíu
Leikur Arsenal og Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar mun fara fram á Ítalíu en ekki í Portúgal.

Þeir sem fara koma til Bretlands frá Portúgal þurfa að fara í sóttkví við heimkomu.

Því myndi þurfa að fresta leikjum hjá Arsenal ef að liðið myndi fara til Portúgal og spila.

Því hefur verið ákveðið að spila leikinn í Róm á Ítalíu þann 18. febrúar.

Óvíst er hvar síðari leikurinn fer fram en Benfica má ekki fara til Englands út af ferðabanni og því er útlit fyrir að ekki verði spilað á Emirates leikvanginum.
Athugasemdir
banner