Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. febrúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid íhugar að selja Varane í sumar
Raphael Varane er einn besti varnarmaður heims
Raphael Varane er einn besti varnarmaður heims
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid ætlar að selja franska varnarmanninn Raphael Varane ef hann framlengir ekki samning sinn fyrir sumarið en þetta kemur fram í grein frá MARCA.

Samningur Varane við Real Madrid rennur út á næsta ári og virðist varnarmaðurinn ekki vera að hugsa um framlengingu á samningnum.

Madrídingar gætu þá misst Sergio Ramos, fyrirliða liðsins, á frjálsri sölu í sumar en Ramos verður samningslaus eftir rúma fjóra mánuði og er útlit fyrir að hann sé á förum.

Spænska félagið vill ekki gera sömu mistök með Varane og hefur ákveðið að selja leikmanninn ef hann framlengir ekki á næstu mánuðum.

Varane er aðeins 27 ára gamall og hefur unnið allt sem hann getur unnið með Real Madrid og gæti hann hugsað sér að reyna fyrir sér annars staðar en markvarðsvirði hans er um 70 milljónir evra.

Hann hefur áður íhuga að fara frá Real Madrid en árið 2019 sýndu bæði Manchester United og Paris Saint-Germain honum mikinn áhuga en þó barst ekkert tilboð í hann.

Ef Varane framlengir ekki fyrir sumarið mun Real Madrid fara fram á 50 milljónir evra fyrir hann en Juventus og Inter hafa sýnt því áhuga á að fá hann ásamt United og PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner