Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. febrúar 2023 10:56
Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti kominn aftur í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Arnór Gauti Ragnarsson er kominn aftur í Aftureldingu.
Arnór Gauti Ragnarsson er kominn aftur í Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti fagnar marki í Noregi í fyrra.
Arnór Gauti fagnar marki í Noregi í fyrra.
Mynd: Hönefoss

Framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson er snúinn aftur í Aftureldingu frá Hönefoss í Noregi og fékk leikheimild með Mosfellingum í dag.

Arnór Gauti skoðar möguleikana - „Mjög spennandi ef það dettur"


Arnór Gauti spilaði síðast með Aftureldingu sumarið 2021 og skoraði þá 10 mörk í 15 leikjum í Lengjudeildinni.

Hann var í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku þar sem hann sagðist yfirgefa Hönefoss þar sem hann skoraði 10 mörk í 20 leikjum í fyrra.

„„Ég er búinn að heyra aðeins í félögum á Íslandi. Ég er búinn að vera að æfa með Víkingum en sá hópur er bara svo stór og flottur að maður býst ekki við að fara þangað. Ég er bara að halda mér í formi þar. Það eru einhver félög búin að hafa samband," sagði Arnór Gauti þá.

Arnór Gauti sem er 26 ára gamall hefur einnig spilað með Fylki, Breiðabliki, ÍBV og Selfossi hér á landi. Hann er nú kominn í Aftureldingu og með leikheimild gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum í kvöld.

Komnir
Arnór Gauti Ragnarsson frá Hönefoss
Andri Freyr Jónasson frá Fjölni
Ásgeir Marteinsson frá HK
Bjarni Páll Linnet Runólfsson frá HK
Bjartur Bjarmi Barkarson frá Víkingi Ólafsvík
Hjörvar Sigurgeirsson frá Hetti/Hugin
Rasmus Christiansen frá Val

Farnir
Andi Hoti í Leikni (var á láni)
Gísli Martin Sigurðsson í Njarðvík
Hallur Flosason hættur (var á láni)
Jordan Tyler í Ægi
Marciano Aziz í HK (var á láni frá Belgíu)
Pedro Vazquez til Spánar
Sigurður Gísli Bond Snorrason í KFK
Sigurður Kristján Friðriksson
Ýmir Halldórsson í Breiðablik (var á láni)


Athugasemdir
banner
banner
banner