Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 14:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Plymouth og Liverpool: Guðlaugur Victor á bekknum - Tíu breytingar hjá Slot
Federico Chiesa
Federico Chiesa
Mynd: Getty Images
Plymouth, botnlið Championship deildarinnar, fær Liverpool, topplið úrvalsdeildarinnar, í heimsókn í enska bikarnum í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Plymouth, var í varaliði Liverpool á sínum tíma. Hann byrjar á bekknum gegn sínum gömlu félögum.

Arne Slot, stjóri Liverpool, gerir tíu breytingar á liðinu frá sigrinum gegn Tottenham í deildabikarnum. Aðeins Caoimhin Kelleher heldur sæti sínu.

Hinn 17 ára gamli Trey Nyoni er inn á miðjunni ásamt James McConnell og Harvey Elliott. Þá fær Federico Chiesa tækifæri í byrjunarliðinu en þetta er tíundi leikurinn hans fyrir liðið.

Plymouth: Hazard, Pleguezuelo, Hardie, Wright, Bundu, Puchacz, Gyabi, Randell, Katic, Sorinola, Maxi

Varamenn: Grimshaw, Mumba, Houghton, Obafemi, Boateng, Tijani, Al Hajj, Baifoo, Palsson

Liverpool: Kelleher, Gomez, Endo, Quansah, Tsimikas, Nyoni, McConnel, Elliott, Diaz, Chiesa, Jota.

Varamenn: Jaros, Nunez, Jones, Kone-Doherty, Mabaya, Nallo, Ngumoha, Norris, Young

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner