Napoli 1 - 1 Udinese
1-0 Scott McTominay ('37)
1-1 Jurgen Ekkelenkamp ('40)
1-0 Scott McTominay ('37)
1-1 Jurgen Ekkelenkamp ('40)
Napoli tók á móti Udinese í lokaleik dagsins í ítalska boltanum og voru heimamenn talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.
Lærisveinar Antonio Conte tóku verðskuldað forystuna á 37. mínútu þegar skoski miðjumaðurinn Scott McTominay skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Matteo Politano.
Skömmu síðar var hollenski miðjumaðurinn Jurgen Ekkelenkamp búinn að jafna með glæsilegu skoti rétt utan við vítateigslínuna og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.
Napoli var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik en tókst ekki að skapa mikla hættu á meðan gestirnir í liði Udinese vörðust af krafti. Hvorugu liði tókst að skora og urðu lokatölur 1-1.
Þetta er annar jafnteflisleikurinn í röð hjá Napoli en liðið er þó með fjögurra stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar. Inter er með leik til góða í öðru sæti.
Udinese er um miðja deild með 30 stig eftir 24 umferðir.
Athugasemdir