Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. mars 2020 17:08
Elvar Geir Magnússon
Norsk lið hætta við æfingaferðir til Spánar
Úr leik hjá Rosenborg gegn Val 2018.
Úr leik hjá Rosenborg gegn Val 2018.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Norsk félagslið hafa brugðist við vegna útbreiðslu kórónaveirunnar en Rosenborg hefur til að mynda ákveðið að loka félagsheimili sínu tímabundið.

Félagið segist ekki ætla að taka neina áhættu vegna veirunnar.

Þá hefur Rosenborg ákveðið að hætta við að ferðast í æfingaferð til Marbella á Spáni síðar í þessum mánuði.

Í dag tilkynnti Molde svo að félagið myndi fylgja þessu fordæmi og hefur hætt við æfingaferð til Spánar.

Í kjölfarið fylgdi svo Kristiansund eftir og hætti við sína Spánarferð.

Það eru þó ekki öll norsk lið hætt við sínar ferðir. Start og Haugesund eru á Spáni og Bodö/Glimt og Brann hafa ekki hætt við sínar ferðir.

Mörg íslensk lið hyggjast halda til Spánar til æfinga á næstunni en Fótbolti.net hefur ekki fengið neinar fregnir af því að íslenskt félag hafi hætt við áætlaða æfingaferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner