Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. apríl 2020 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Bar ómeðvitað bakkelsi í einn besta leikmann Þýskalands
Stefán Logi í leik með Fylki í fyrrasumar.
Stefán Logi í leik með Fylki í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Logi Magnússon var gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net þessa vikuna. Í þættinum segir hann meðal annars frá þeim tíma er hann var á samningi hjá Bayern Munchen rétt fyrir aldamót.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Hann talar meðal annars um það í viðtalinu þegar hann var í endurhæfingu eftir meiðsli og hitti þýsku goðsögnina Gerd Muller daglega án þess að vita hver hann væri.

„Ég umgekkst eldri mann í næstum því hálft ár og var alltaf að koma með vínarbrauð fyrir hann og pretzel og hitt og þetta," sagði Stefán Logi í Miðjunni.

„Hann átti erfitt með að labba kallinn en hann var allta niðri í sjúkraþjálfunarstofu, lá þar á bekk og spjallaði við alla og hlustaði á okkur. Hann talaði smá ensku en það voru ekki allir sem gerðu það."

Gerd Muller sem í dag er 74 ára gamall er talinn einn af bestu markaskorurum allra tíma. Hann skoraði 68 mörk í 62 leikjum fyrir þýska landsliðið og var í 15 ár hjá Bayern Munchen þar sem hann skoraði 398 mörk í 453 leikjum á árunum 1964 - 1979.

„Einn daginn var ég stoppaður og spurður hvort ég vissi ekki örugglega hver þetta væri. Ég sagði nei, hver er þetta? 'Þetta er Gerd Muller!' Það var smá sjokk því ég var búinn að lesa um hann í öllum HM bókunum og svona. Hann var í endurhæfingu eftir að hafa farið í mjaðmaskiptaaðgerð og þess vegna var hann ekki á æfingavellinum," sagði Stefán Logi.
Miðjan - Stefán Logi: Strokubarnið sem samdi við Bayern Munchen
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner