Frumraun Tommy Nielsen í Íslandsmótinu var heimaleikur gegn hans gömlu félögum í Fjarðabyggð. Leikurinn fór 1-3 fyrir Fjarðabyggð og var þetta gegn markmiði Grindvíkinga fyrir tímabilið.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 3 Fjarðabyggð
„Stefnan var að vinna alla heimaleiki en nú er það farið, og að byrja mótið með tapi er mjög erfitt og ennþá meiri pressa í annari umferð,“ sagði Tommy.
Aðspurður hvort fyrrum starfsfélagi hans, Brynjar Gestsson, þjálfari Fjarðabyggðar, eigi eftir að stríða honum á tapinu sagði Tommy: „Pottþétt.“
Athugasemdir