Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Það verður ekkert partí í bláa hluta borgarinnar í kvöld
Ole Gunnar Solskjær og hans menn frestuðu veislunni hjá nágrönnum þeirra í City
Ole Gunnar Solskjær og hans menn frestuðu veislunni hjá nágrönnum þeirra í City
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með endurkomuna hjá liðinu í 3-1 sigrinum á Aston Villa á Villa Park í dag.

Bertrand Traore skoraði eina mark fyrri hálfleiksins með fallegri afgreiðslu en í þeim síðari tókst United að ranka við sér. Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Edinson Cavani sáu til þess að United færi með sigur af hólmi og myndi fresta titilfögnuði nágranna þeirra í Man City.

„Þetta voru frábær úrslit og tekur pressuna af því að ná í góð úrslit í næstu tveimur leikjum sem eru gegn góðum liðum. Við byrjuðum leikinn vel en þeir skora gott mark. Við náðum koma aðeins til baka síðustu 10-15 mínúturnar og ég var viss um að við myndum skapa færi. Þetta var bara spurning um að nýta þau og það gerðum við dag," sagði Solskjær.

Solskjær var spurður út í möguleika United á að ná í titilinn en hann segir að það yrði mesta kraftaverk í sögu fótboltans.

„Það yrði eitt það óvæntasta í sögu fótboltans en sem betur fer erum við ekki að fara mæta í partí í bláa hluta borgarinnar í kvöld," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner