Sterkur sigur hjá Leiknismönnum í kvöld
Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknismanna var sáttur í leikslok á Leiknisvellinum í kvöld eftir 2-0 sigur sinna manna.
"Það er orðið svolítið síðan við unnum góðan sigur í deildinni og þetta kemur okkur svolítið af stað finnst mér"
"Við vildum vera framar en við höfum verið undanfarið og vildum fara og hafa leikinn svolítið opinn - hleypa þessu aðeins upp en vera auðvitað skynsamir varnarlega líka og það náttúrulega gekk alveg hrikalega vel í dag" sagði Kristófer aðspurður um uppleggið fyrir þennan leik sem hefði með tapi getað skilað Leiknisliðinu í fallsæti og langt frá lestinni.
Kolbeinn Kárason var fjarri góðu gamni í dag og inn kom Aron Fuego Daníelsson sem setti svo sannarlega mark sitt á leikinn með stoðsendingu og lykilsendingu ásamt því að vera síógnandi allan leikinn
"Já ég held að hver einasti maður sem horfði á þennan leik hafi séð hvað Aron var góður í dag"
Leiknisliðið er komið í 8 stig eftir sigurinn í kvöld.
"Við eigum Þróttara næst og það er alvöru lið og við þurfum heldur betur að sýna jafn góða frammistöðu og hérna í dag og í rauninni þurfum við að vera algjörlega á tánnum í þeim leik"
Aðspurður um hvort Leiknisliðið setti markið á toppbáráttuna svaraði Kristófer stóískur; "Við skulum byrja á byrjunni - að fikra okkur hægt og rólega upp töfluna og svo getum við farið að hugsa það"
"Það er orðið svolítið síðan við unnum góðan sigur í deildinni og þetta kemur okkur svolítið af stað finnst mér"
"Við vildum vera framar en við höfum verið undanfarið og vildum fara og hafa leikinn svolítið opinn - hleypa þessu aðeins upp en vera auðvitað skynsamir varnarlega líka og það náttúrulega gekk alveg hrikalega vel í dag" sagði Kristófer aðspurður um uppleggið fyrir þennan leik sem hefði með tapi getað skilað Leiknisliðinu í fallsæti og langt frá lestinni.
Kolbeinn Kárason var fjarri góðu gamni í dag og inn kom Aron Fuego Daníelsson sem setti svo sannarlega mark sitt á leikinn með stoðsendingu og lykilsendingu ásamt því að vera síógnandi allan leikinn
"Já ég held að hver einasti maður sem horfði á þennan leik hafi séð hvað Aron var góður í dag"
Leiknisliðið er komið í 8 stig eftir sigurinn í kvöld.
"Við eigum Þróttara næst og það er alvöru lið og við þurfum heldur betur að sýna jafn góða frammistöðu og hérna í dag og í rauninni þurfum við að vera algjörlega á tánnum í þeim leik"
Aðspurður um hvort Leiknisliðið setti markið á toppbáráttuna svaraði Kristófer stóískur; "Við skulum byrja á byrjunni - að fikra okkur hægt og rólega upp töfluna og svo getum við farið að hugsa það"
Athugasemdir