Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
   fös 09. júní 2017 21:57
Sævar Ólafsson
Kristó: Við skulum byrja á byrjuninni - að fikra okkur hægt og rólega upp töfluna
Sterkur sigur hjá Leiknismönnum í kvöld
Kristófer var kampakátur með frammistöðu sinna manna
Kristófer var kampakátur með frammistöðu sinna manna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknismanna var sáttur í leikslok á Leiknisvellinum í kvöld eftir 2-0 sigur sinna manna.
"Það er orðið svolítið síðan við unnum góðan sigur í deildinni og þetta kemur okkur svolítið af stað finnst mér"

"Við vildum vera framar en við höfum verið undanfarið og vildum fara og hafa leikinn svolítið opinn - hleypa þessu aðeins upp en vera auðvitað skynsamir varnarlega líka og það náttúrulega gekk alveg hrikalega vel í dag" sagði Kristófer aðspurður um uppleggið fyrir þennan leik sem hefði með tapi getað skilað Leiknisliðinu í fallsæti og langt frá lestinni.

Kolbeinn Kárason var fjarri góðu gamni í dag og inn kom Aron Fuego Daníelsson sem setti svo sannarlega mark sitt á leikinn með stoðsendingu og lykilsendingu ásamt því að vera síógnandi allan leikinn

"Já ég held að hver einasti maður sem horfði á þennan leik hafi séð hvað Aron var góður í dag"

Leiknisliðið er komið í 8 stig eftir sigurinn í kvöld.
"Við eigum Þróttara næst og það er alvöru lið og við þurfum heldur betur að sýna jafn góða frammistöðu og hérna í dag og í rauninni þurfum við að vera algjörlega á tánnum í þeim leik"

Aðspurður um hvort Leiknisliðið setti markið á toppbáráttuna svaraði Kristófer stóískur; "Við skulum byrja á byrjunni - að fikra okkur hægt og rólega upp töfluna og svo getum við farið að hugsa það"



Athugasemdir
banner