Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 09. júní 2017 21:57
Sævar Ólafsson
Kristó: Við skulum byrja á byrjuninni - að fikra okkur hægt og rólega upp töfluna
Sterkur sigur hjá Leiknismönnum í kvöld
Kristófer var kampakátur með frammistöðu sinna manna
Kristófer var kampakátur með frammistöðu sinna manna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknismanna var sáttur í leikslok á Leiknisvellinum í kvöld eftir 2-0 sigur sinna manna.
"Það er orðið svolítið síðan við unnum góðan sigur í deildinni og þetta kemur okkur svolítið af stað finnst mér"

"Við vildum vera framar en við höfum verið undanfarið og vildum fara og hafa leikinn svolítið opinn - hleypa þessu aðeins upp en vera auðvitað skynsamir varnarlega líka og það náttúrulega gekk alveg hrikalega vel í dag" sagði Kristófer aðspurður um uppleggið fyrir þennan leik sem hefði með tapi getað skilað Leiknisliðinu í fallsæti og langt frá lestinni.

Kolbeinn Kárason var fjarri góðu gamni í dag og inn kom Aron Fuego Daníelsson sem setti svo sannarlega mark sitt á leikinn með stoðsendingu og lykilsendingu ásamt því að vera síógnandi allan leikinn

"Já ég held að hver einasti maður sem horfði á þennan leik hafi séð hvað Aron var góður í dag"

Leiknisliðið er komið í 8 stig eftir sigurinn í kvöld.
"Við eigum Þróttara næst og það er alvöru lið og við þurfum heldur betur að sýna jafn góða frammistöðu og hérna í dag og í rauninni þurfum við að vera algjörlega á tánnum í þeim leik"

Aðspurður um hvort Leiknisliðið setti markið á toppbáráttuna svaraði Kristófer stóískur; "Við skulum byrja á byrjunni - að fikra okkur hægt og rólega upp töfluna og svo getum við farið að hugsa það"



Athugasemdir
banner