Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 09. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni Aðalsteins framlengir við KA
Bjarni Aðalsteinsson.
Bjarni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2024.

Bjarni, sem verður 22 ára á árinu, er öflugur miðjumaður sem er uppalinn í KA.

Bjarni hefur leikið 32 leiki fyrir KA í deild og bikar en auk þess hefur hann einnig leikið sem lánsmaður með Magna og Dalvík/Reyni. Þá hefur hann einnig leikið í bandaríska háskólaboltanum og klárt að Bjarni ætlar sér stóra hluti með KA liðinu.

„Það er ljóst að það eru gríðarlega jákvæðar fréttir að halda Bjarna innan okkar raða næstu árin enda uppalinn hjá félaginu og mikið efni. Hann hefur nýtt tækifærin með KA liðinu vel og verður áfram gaman að fylgjast með honum í gula og bláa búningnum," segr í tilkynningu KA.

KA hefur farið vel af stað í Pepsi Max-deildinni í sumar og er í þriðja sæti eins og er. Bjarni hefur komið við sögu í fjórum leikjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner