Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. júní 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fönixinn frá Grenoble reis upp og skoraði tvö
Giroud skoraði tvö.
Giroud skoraði tvö.
Mynd: EPA
Olivier Giroud er með gælunafni Fönixinn frá Grenoble í Frakklandi. Giroud var í lykilhlutverki sem fremsti maður franska landsliðsins á HM 2018 þrátt fyrir að skora ekki mark.

Hann byrjaði á beknum í gær þegar Frakkland lék síðasta æfingaleikinn fyrir EM. Hann kom inn á fyrir meiddan Karim Benzema, skoraði tvö mörk gegn Búlgörum og sýndi að hann getur vel nýst Frökkum ef þörf er á.

Liðsfélagar hans í landsliðinu kalla hann Fönixinn. „Þetta fékk félaga mína til að hlæja því þeir kalla mig það, Fönixinn frá Grenoble," sagði Giroud eftir leik.

„Það er hrós því sama hverjar kringumstæðurnar eru, ég mun ekki gefast upp. Þegar kallið kemur er mikilvægast að klára verkið."

Giroud er 34 ára gamall og var í miklu aukahlutverki hjá Chelsea í vetur. Enn er óljóst hversu alvarlega Benzema er meiddur.
Athugasemdir
banner
banner